fbpx

Þórdís Embla valin í U16 ára landsliðið

10. janúar 2023 | Knattspyrna
Þórdís Embla valin í U16 ára landsliðið
Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir

Magnús Örn Helgason og Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfarar U16 kvenna, hafa valið hóp fyrir æfingar dagana 18.-20. janúar. Æfingarnar fara fram í Miðgarði.

Víkingur á einn fulltrúa í hópnum en hún Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir hefur verið valin í hópinn

Þórdís Embla hóf sinn knattspyrnuferil í 5. flokki eldra ár og hefur síðan spilað með 4 og 3. flokk Víkings og er í dag með efnilegri leikmönnum félagsins. Hún spilar í dag gríðarlega mikilvægt hlutverk hjá 3. flokki félagsins sem varnarmaður.

Við óskum Þórdísi innilega til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu