Leikmenn Víkings í A-landslið karla
21. október 2022 | KnattspyrnaArnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins, sem mætir Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember.
Víkingur á nokkra fulltrúa í hópnum en bæði leikmenn og starfsmenn Víkings hafa verið valdir í verkefnið.
Þeir Logi Tómasson, Viktor Örlygur Andrason & Danijel Dejan Djuric leikmenn meistaraflokks karla hjá Víking hafa verið valdir í hópinn. Einnig má sjá Óttar Magnús Karlsson, fyrrum leikmann Víkings í hópnum.
Þá eru þeir Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings og Adam Ægir Pálsson, leikmaður Víkings sem spilaði á láni hjá Keflavík í sumar, á lista yfir varamenn ef aðrir leikmenn detta úr hópnum.
Markús Árni Vernharðsson & Guðjón Örn Ingólfsson sem eru í starfsliði meistaraflokks karla hjá Víkingi hafa verið boðaðir í verkefnið til að aðstoða þjálfarateymi landsliðsins.
Markús Árni þjálfaði 2. flokk karla hjá Víkingi á liðnu tímabili og tók að sér fyrir tímabilið að sjá um leikgreiningar hjá meistaraflokki karla sem hefur vakið mikið umtal.
Guðjón Örn hefur verið styrktarþjálfari seinustu fjögur tímabil hjá meistaraflokki Víkings og er hann einn sá færasti í sinni starfsgrein á Íslandi.