fbpx

Leikmenn mfl kvk framlengja

11. október 2022 | Knattspyrna
Leikmenn mfl kvk framlengja
Sigdís, Katla & Bergdís

Samningar hafa verið endurnýjaðir við þrjár af efnilegust leikmönnum meistaraflokks kvenna, þær Bergdísi Sveinsdóttur Sigurborgu Kötlu Sveinbjörnsdóttur og Sigdísi Evu Bárðardóttur til lok árs 2024.

Stúlkurnar sem allar eru fæddar 2006 hafa átt fast sæti í leikmannahópi meistaraflokks í sumar og fengið fjölda tækifæra með liðinu.

Sigdís Eva á skráða 34 leiki með meistaraflokki, sú fjórða leikjahæsta á hennar aldri frá upphafi, en þær Lára Hafliðadóttir (1987, 42 leikir), Glódís Perla Viggósdóttir (1995, 35 leikir) og Þórhildur Þórhallsdóttir (2003, 47 leikir) höfðu áður náð fleiri leikjum. Sigdís Eva hefur í þessum leikjum skorað  15 mörk. Hún spilað jafnframt 13 af 14 leikjum U16 og U17 landsliða Íslands á árinu.

Sigurborg Katla á skráða 13 leiki með meistaraflokki, leikjahæst allra markvarða Víkings á hennar aldri, en þær Ása Dögg Aðalsteinsdóttir (1988, 3 leikir) og Margrét Ýr Björnsdóttir (1991, 6 leikir) höfðu leikið flesta leiki markvarða áður. Katla hefur í þessum 13 leikjum ekki fengið á sig mark í sjö leikjum og í þremur til viðbótar aðeins fengið á sig eitt mark. Katla spilaði í sumar 8 leiki með yngri landsliðum Íslands, sjö með U16 og einn með U17.

Bergdís á skráða 19 leiki með meistaraflokki, alla frá síðustu leiktíð. Hún er þar í áttunda til níunda sæti á eftir þeim sem að framan eru taldar, en Eyör Halla Jónsdóttir (1999, 19 leikir), Karólina Jack (2001, 30 leikir), Linda Líf Boama (2001, 21 leikir) og Arna Eiríksdóttir (2002, 22 leikir) eru þar í milli af alls um 360 leikmönnum meistaraflokks kvenna frá upphafi. Bergdís spilaði auk þess alla átta leiki U16 og alla sex leiki U17 landsliðanna á árinu auk tveggja leikja með U19.

Að framansögðu má vera ljóst hversu gríðarlega efnilega leikmenn er hér um að ræða og frábært fyrir Víkinga að hafa náð að festa þá í sínum röðum.

Til hamingju Sigdís, Katla og Bergdís, sem og allir Víkingar.