Fréttir af Aðalstjórn félagins
12. september 2022 | FélagiðFyrsti stjórnarfundur aðalstjórnar Víkings í Safamýri var haldinn þriðjudaginn 30/08 sl. Aðalstjórn félagsins mun framvegis vera með stjórnarfundi sína bæði í Víkinni og í Safamýri.
Mikilvæg atriði er varða Safamýri eru í góðum farvegi ss endurbætur, viðhald, málning og merkingar.
___________________________
Aðalfundur Víkings 2022
Aðalfundur félagsins fór fram þann 6. September síðastliðinn þar sem kosið var um endurkjör sitjandi formanns sem og helstu stærðir í ársreikningum og kosið um tilkomu nýrra stjórnarmeðlima
Björn Einarsson sitjandi formaður aðalstjórnar Víkings var endurkjörin til eins árs eða fram að næsta aðalfundar félagsins, Björn hefur setið sem formaður Víkings frá árinu 2013 og gengt því af mikilli fagmennsku og glæsilegum árangri. Þá bauð Elísabet Björnsdóttir sig fram í aðalstjórn félagins og var hún kjörinn inn sem varamaður í stjórn.
Allir í núverandi stjórn buðu sig fram áfram og eru það,
Aðalstjórn Víkings 2022 – 2023
Björn Einarsson – Formaður
Vilhjálmur Jens Árnason – Varaformaður
Jón Fannar Guðmundsson – Meðstjórnandi
Kristín Magnúsdóttir – Gjaldkeri aðalstjórnar
Nanna Guðmundsdóttir – Meðstjórnandi
Helgi Eysteinsson – Meðstjórnandi
Soffía Hilmarsdóttir – Meðstjórnand
Sigurbjörn Björnsson – Varamaður
Elísabet Björnsdóttir – Nýr varamaður