Halldór Smári Sigurðsson

Halldór Smári spilaði sinn 400 leik

Halldór Smári lang leikjahæsti Víkingurinn

Í gær lék Halldór Smári 400 leik sinn fyrir Víking!  Halldór Smári Sigurðsson eða herra Víkingur eins og hann er kallaður í 108 hefur náð þeim einstaka árangri að spila 400 leiki fyrir uppeldisfélagið sitt.  Fyrsti leikurinn kom 2007.  Síðan hefur hann spilað leiki í Fyrstu deild, í Lengjubikar, í Reykjavíkurmótum, Bikarkeppni, Meistarakeppninni, Evrópukeppni og að sjálfsögðu í Úrvalsdeildinni.

Halldór hefur skorað 12 mörk á ferlinum,  sitt fyrsta mark  í Evrópukeppni og sín fyrstu tvö í Úrvalsdeildinni á þessu ári.

Halldór er sannanlega enn að bæta sinn leik og ná nýjum hæðum á hverju ári.  Tvöfaldur bikarmeistari, Íslandsmeistari og Meistari meistaranna.  Sem er sá titill sem lýsir Hr. Víkingi best.  Hann er Meistari meistaranna!

Víkingur þakkar Halldóri allt hans framlag og óbilandi tryggð við félagið í fortíð og framtíð.  Við hlökkum til komandi tíma með geggjuðum diagonal krossum með vinstri,  tæklingum, mörkum og nýjum búningum!

Víkingur er betri, ríkari og hamingusamari með þig í liðinu.
Takk

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingar í yngri landsliðum!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Björgvin Brimi í Hamingjuna!

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar