Sölvi valinn í U-17 ára landsliðið
5. ágúst 2022 | KnattspyrnaÍslenska U17 árs landslið karla mun leika á alþjóðlegu móti í Telki í Ungverjalandi dagana 14.-21. ágúst n.k.
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 karla hefur valið 20 manna hóp fyrir mótið og á Víkingur einn fulltrúa í hópnum
Sölvi Stefánsson leikmaður Víkings var valinn í hópinn fyrir mótið. Sölvi sem var m.a. hluti af sigurliði Víkinga á Gothia Cup er ungur og efnilegur leikmaður sem hefur staðið sig gríðarlega vel með yngri flokkum Víkings.
Stígur Diljan sem var nýlega seldur til Benfica frá Víkings er einnig í hópnum.
Við óskum Sölva innilega til hamingju með valið og óskum honum góðs gengis