Elías Már Ómarsson í Hamingjuna

Kæru Víkingar, við erum komin í hátíðarskap og það gleður okkur að tilkynna að Elías Már Ómarsson hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Víkings.

Elías Már, fæddur árið 1995 og hefur spilað í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi og í Kína á sínum atvinnumannaferli. Elías kemur til liðsins frá Meizhou Hakka í Kína þar sem hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 14 leikjum. Elías á að baki níu A-landsleiki og 33 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Elías er sóknarmaður og hefur skorað alls staðar þar sem hann hefur spilað. Samtals 399 leikir á ferlinum með félagsliðum,  131 mark og 26 stoðsendingar.

Knattspyrnudeild Víkings býður Elías Má Ómarsson hjartanlega velkominn í Hamingjuna 🖤❤️

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingar í vali í yngri landsliðum karla í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar