
Kæru Víkingar. Undanfarin ár höfum við hjá Víkingur TV sent út aragrúa leikja meistaraflokkanna okkar, bæði frá Hamingjunni/Safamýrinni og á útivöllum.
Meistaraflokkarnir okkar taka þátt í Reykjavíkurmótinu (kk og kvk) og Lengjubikarnum (kk og kvk). Samkvæmt vef KSÍ verða a.m.k. 17 leikir í þessum mótum frá 11.desember til 15.mars. Meistaraflokkur karla tekur einnig þátt í Bose mótinu og hófst keppni þar 6.desember þegar ÍA kom í heimsókn.
Það má því gera ráð fyrir a.m.k. 19 leikjum í beinni útsendingu hjá okkur í VíkingurTV þar til keppnistímabilið hefst. Komist meistaraflokkarnir okkar í úrslit í Reykjavíkurmóti og/eða Lengjubikar þá fjölgar leikjum og við bætum þeim leikjum að sjálfsögðu inn í pakkann.
Til að einfalda uppsetninguna á þessu fyrir ykkur kæru Víkingar þá var útbúinn „Vetrarpakki“ í útsendingarkerfinu okkar og kostar hann 49,5 EUR eða um það bil 7.000 kr.
Miðað við 19 leiki eru það um 370 kr. á hvern leik og gerir þetta okkur kleift að halda áfram að bæta enn frekar í þjónustuna sem við veitum okkur aðdáendum Víkings.
Smelltu hér til að kaupa vetrarpakka knattspyrnudeildar
Við munum svo birta mörk og helstu atvik úr leikjunum á samfélagsmiðlum okkar og hér á vikingur.is