Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Innilega til hamingju með daginn sjálfboðaliðar nær og fjær!

Án sjálfboðaliða væri heimurinn leiðinlegur, hann væri allur í debet og kredit. Ekkert væri gert án endurgjalds. Ekki farið í verkefni sem eru í raun bara rugl.

Það er nefnilega einhversskonar bilun að halda úti íþróttafélagi á Íslandi, þ.e rekstrarlega, á mælikvarða ársreikninga og skattskila. Sjálfboðaliðar eru eins og ljós í myrkrinu, myrkri hagkvæmni og virðisauka, hagnaðar og ávöxtunar. Í heimi sjálfboðaliða er allt hægt, ef það er skemmtilegt og gefandi. Gefandi á sviði samveru, þjónustu og hamingju.

Hjá Knattspyrnudeild Víkings er gnægð sjálfboðaliða, enda yfirmáta gaman hjá okkur! Leikirnir, fjáröflunin, mótin, umgjörðin og starfið í heild sinni stendur á traustum grunni sjálfboðaliða. Fólkinu í hverfinu, uppöldum Víkingum, fyrrum leikmönnum, fyrrum næstum því leikmönnum og fólki sem valdi að vera Víkingar. Mömmum, pöbbum, öfum og ömmum. Bræðrum og systrum, frænkum og frændum! Án okkar værum við hvorki fugl né fiskur, hvorki í ársreikningum né í alvörunni. Með okkur eru okkur allir vegir færir. Hér heima og í Evrópu. Á útivelli og á Heimavelli hamingjunnar. Takk fyrir okkur!

Ps. öll velkomin. Alltaf. ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frítt fyrir stelpur að æfa handbolta í tilefni af HM kvenna!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elísa Birta Káradóttir gengur til liðs við Víking frá HK

Lesa nánar