Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Kæru Víkingar. Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir að Aron Snær Friðriksson hefur hefur skrifað undir samning til 2 ára við félagið. Aron er 28 ára gamall og er uppalinn í Grindavík. Aron kemur til liðsins frá Njarðvík sem var nálægt því að komast í deild þeirra bestu í lok tímabils. Aron á að baki 7 leiki fyrir yngri landslið Íslands og er meðlimur í 200+ leikja klúbbnum.

Aron hefur leikið fyrir Vestra, Fylki, og KR áður en hann fór til Njarðvíkur fyrir tímabilið 2024.

Gefum Kára Árnasyni, yfirmanni knattspyrnumála, orðið.

Aron er reynslumikill markvörður og leikmaður sem hefur í gegnum tíðina sýnt stöðugleika, fagmennsku og sterka nærveru bæði á vellinum og innan liðsins. Hann hefur oft verið nefndur sem vanmetinn markmaður, en þeir sem þekkja til vita að hann býr yfir öllum helstu eigindum sem toppmarkmaður þarf.

Með þessari blöndu af gæðum og karakter er Aron fullkomlega fær um að veita Ingvari sterka og heilbrigða samkeppni um stöðuna í markinu. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa tvö markvarðapör af þessu kalíberi – það eykur stöðugleika, gæði á æfingum og tryggir að markmannsstaðan sé alltaf á hæsta stigi

Íslandsmeistarar Víkings bjóða Aron Snæ Friðriksson hjartanlega velkominn í Hamingjuna ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frítt fyrir stelpur að æfa handbolta í tilefni af HM kvenna!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Elísa Birta Káradóttir gengur til liðs við Víking frá HK

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Tillögur um nýtt nafn á íþróttasvæði Víkings í Safamýri

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingsstúlkur í æfingahópum yngri landsliða í handbolta!

Lesa nánar