Tillögur um nýtt nafn á íþróttasvæði Víkings í Safamýri

Kæru Víkingar,
á fundi aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins Víkings þann 18. nóvember var samþykkt að skipa nafnanefnd sem falið var það hlutverk að kalla eftir og fara yfir hugmyndir/tillögur um nýtt nafn á íþróttasvæði Víkings í Safamýri.
Í nafnanefndinni sitja:
  • Björn Bjartmarz
  • Nanna Guðmundsdóttir
  • Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir
  • Ágúst Ingi Jónsson
  • Valgerður Arnardóttir
Nafnanefndin mun strax opna fyrir tillögur frá Víkingssamfélaginu um nýtt nafn fyrir íþróttasvæði Víkings í Safamýri og óskar eftir því að allar tillögur liggi fyrir eigi síðar en 14. desember nk. Nafnanefnd mun í kjölfarið gera tillögu/tillögur um nýtt nafn til aðalstjórnar félagsins.
Öllum tillögum skal skila inn undir nafni og skal með fylgja með stuttur rökstuðningur fyrir tillögunni. Tillögu má stilla upp á eftirfarandi hátt:
Tillaga að nafni: [tillaga]
Rökstuðningur: [stutt greinargerð]
Nafn þess sem leggur fram tillögu: [nafn]
Tillögur berist á [email protected]
Áfram Víkingur!

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Víkingsstúlkur í æfingahópum yngri landsliða í handbolta!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Vinningaskrá – Happdrætti Herrakvölds Víkings 2025

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Linda Líf til Kristianstads DFF

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Þakkir til fráfarandi þjálfara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate 101! Nýtt námskeið hjá Karatedeild Víkings!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Lokahóf knattspyrnudeildar árið 2025

Lesa nánar