Í vetur verða í boði æfingar í Taekwondo fyrir byrjendur. Æfingar eru í boði fyrir tvo aldurshópa, 4-7 ára og 8-12 ára. Munu æfingarnar fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum í Karatesalnum í Safamýri.
Þar sem um nýjung er að ræða verða haldnar opnar kynningar laugardaginn 4. október í Safamýri.
Tímarnir á kynningunum á laugardaginn eru eftirfarandi:
Kl. 10:00 – 10:25 fyrir 4 – 5 ára
Kl. 10:30 – 10:55 fyrir 6 – 7 ára
Kl. 11:00 – 11:25 fyrir 8 – 12 ára
Kl. 11:30 – 12:00 4 – 12 ára (allir saman)
Við hvetjum krakkana til að mæta í léttum fatnaði og með góða skapið.
Allir sem skrá sig á kynningunni fá frían galla að verðmæti 13.500kr í boði Taekwondo Akademíunnar.
Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna
hér.
Ef einhverjar spurningar vakna er einnig hægt að hafa samband við Sigurstein umsjónamann Taekwondo Víkings
hér.
Áfram Víkingur!