Frábær velgengni hjá yngri flokkunum okkar í handbolta!

Síðastliðna helgi voru haldin fyrstu mót vetrarins fyrir yngri flokka í handbolta. Lið Víkings stóðu sig frábærlega og í heildina voru það fimm lið sem sigruðu sínar deildir.

 

Stelpurnar í 5. flokki kvenna á eldra ári unnu 3. deildina með fullt hús stiga. Þjálfararnir þeirra eru Marínó Gauti og Sigurður Páll.

Strákarnir í 5.flokki karla á eldra ári tóku einnig þátt á mótinu en lið 1, 2 og 4 unnu sínar deildir en lið 3 lenti í öðru sæti í sinni deild. Þjálfararnir þeirra eru Dagur og Nökkvi.

Að lokum var það 6. flokkur karla á eldra ári sem tók sigur á móti en lið 4 sigraði sína deild með fullt hús stiga. Þjálfararnir þeirra eru Heiðar Snær og Sigurður Páll.

 

Ótrúlega flottur árangur hjá þessum ungu og efnilegu Víkingum! Framtíðin er björt!

Áfram Víkingur!❤🖤

 

Aðrar greinar

Karate, Forsíðufrétt

Opnar kynningar á Taekwondo á laugardaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Inga Rún ráðin bókari hjá Víkingi

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagný Rún Pétursdóttir framlengir til loka árs 2027

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Styrktarnámskeið Víkings og Elite þjálfunar fyrir yngri flokka

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings – Miðasala er hafin!

Lesa nánar