Í ár ætlum við að bjóða upp á styrktarnámskeið fyrir elstu iðkendur okkar í handbolta.
Þetta verður í samstarfi við Elite-þjálfun og munu þjálfarar þeirra koma og sinna krökkunum – kenna þeim undirstöðu atriði í lyftingum ásamt því að fara í gegnum hopp, hlaupastíl og hreyfanleika.
Æfingarnar verða fljótbreyttar og aðlagaðar að hverjum og einum. Yngstu krakkarnir fara meira í undirstöðu atriðin þar sem mikið er notað eigin þyngdir meðan elsti hópurinn fara í gegnum lyftingartækni.
Bogi Eggertsson sem mun að mestu vera með krakkana er mjög reyndur þjálfari með reynslu sem frjálsíþróttamaður og handboltaleikmaður. Hann er líka þjálfari hjá frjálsíþróttardeild FH ásamt því vera með fullt af handboltamönnum sem spia hér á landi og í útlöndum í einkaþjálfun.
Ein æfing verður í viku með þjálfara eins og kemur fram á auglýsingu meðan önnur æfing verður sett upp af Elite-þjálfun sem krakkanir gera sjálf.
Námskeiðið er í 4 mánuði og stefnum við að því að vera með annað námskeið í beinu framhaldi.
Takmarkað pláss er í hverju námskeiði svo fyrstu kemur fyrstur fær – skráning fer fram á Abler og er aðgengileg fyrir þá flokka sem við á.
Það er samt skilyrði að vera skráður í handbolta til þess að geta skráð sig í námskeiðið.
Námskeiðið kostar 14.900 kr og er það frá 1.okt til 31.jan.