Æfingabúðir í borðtennis 2022

Æfingabúðir í borðtennis 2022

 

 

Dagana 11. – 15. júlí 2022 verða haldnar alþjóðlegar æfingabúðir í borðtennis. Aðalþjálfari æfingabúðanna er landliðsþjálfari Íslands Peter Nilsson. Í æfingabúðunum verða haldnar stífar æfingar frá kl. 8.00 á morgnanna til kl. 16.00 frá mánudegi til föstudags.

Hluti af æfingabúðunum er kínverskukennsla fyrir þátttakendur þar sem námsefnið er sérhannað fyrir borðtennisiðkendur. Það er einnig langtímamarkmið þessa samstarfs að koma af stað árlegum æfingaferðum til Kína.

Kostnaðurinn til þátttöku eru litlar 10.000 ISK og innifalið í því verði er hádegismatur, æfingabolur, kúlur, námsefni og næringaríkt snarl á meðan heimsklassa þjálfunin á sér stað. Grænmetisréttir verða í boði fyrir þá sem vilja.

Staðsetning æfingabúðanna er í TBR, Gnoðavogi 1, Reykjavík og eru æfingabúðirnar haldnar í samstarfi Borðtennisdeildar Víkings, Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós, Háskóla Íslands, Ningbo Háskóla og BTÍ.

Allir eru velkomnir að skrá sig óháð aldri og getu. Allir aldurshópar eru hjartanlega velkomnir.

Búðirnar verða skiptar upp eftir getustigi, 2. flokkur, 1. flokkur og Meistaraflokkur. Byrjendur sem lengra komnir eru hjartanlega velkomnir að skrá sig.

Aðeins 60 pláss laus, fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráningarform má finna hér: www.konfusius.is/tabletennis.

Nánari upplýsingar um æfingabúðirnar má nálgast í PDF skjali sem fylgir þessari frétt og með því að hafa samband við skipuleggjanda búðana, Daníel Bergmann.

[email protected]

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar