Petit Hamingjumót styrkir SKB

Helgina 16.-17.ágúst sl. héldu knattspyrnudeild Víkings og Petit barnavöruverslun sitt fjórða Petit Hamingjumót saman í Víkinni. Mótið er haldið fyrir yngstu iðkendur knattspyrnunnar en það voru yfir 2000 strákar og stelpur sem mættu á mótið og öttu kappi með liðunum sínum.

Árið í ár er fimmta árið í röð þar sem hluti af þátttökugjaldinu er látinn renna til góðgerðarmála. Síðastliðin ár hefur mótið t.d. styrkt BUGL, Ljónshjarta, Umhyggju og Gleym mér ei um 1.000.000 kr. Mótshaldarar velja ár hvert góðgerðarfélög/samtök sem eiga það sameiginlegt að starfa með eða fyrir börn.

Í ár var ákveðið að styrkja SKB – Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna um 1.000.000 kr og mætti Dagný Guðmundsdóttir varaformaður SKB á mótið og tók við ávísuninni frá Ívari Orra Aronssyni, íþróttastjóra Víkings og Gunnari Þór Gunnarsyni eiganda Petit. SKB stendur Víkingi afar nærri þar sem Tómas Freyr, sonur framkvæmdarstjóra knattspyrnudeildar, hefur barist hetjulega við krabbamein síðan í október í fyrra.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Upplýsingafundur vegna nýs fyrirkomulags í yngri flokkum fótbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Arna Ísold og Anika Jóna framlengja til ársins 2027

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Endurnýjun gervigrass á æfingavelli í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Samningateymi um stækkun á athafnasvæði Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings haustið 2025

Lesa nánar