Sumardagurinn fyrsti 2022
20. apríl 2022 | FélagiðSumri fagnað með skrúðgöngu og dagskrá.
Íbúar í Bústaða og Fossvogshverfi fagna sumri með hefðbundnum hætti á sumardaginn fyrsta sem ber uppá 21. april í ár.
Hátíðahöldin hafa legið niðri sl. 2 ár vegna Covid og verður sumrinu því fagnað af enn meiri krafti í ár.
Hátíðarhöldin hefjast með grillveislu um kl. 11.30 við Grímsbæ og skrúðgöngu sem leggur af stað þaðan að Bústaðakirkju kl. 13:00. Skátar úr Garðbúum og Skólahljómsveit Austurbæjar munu leiða gönguna. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt í skrúðgöngunni.
Samverustund verður í kirkjunni kl. 13:15 – 14:00 með þátttöku barna,unglinga og eldri borgara sem sýna dans. Þar kemur einnig fram barnakór og unglingar með tónlistaratriði og ávarp.
Boðið verður uppá ennfrekari dagskrá í Víkinni frá kl. 14:00 með hoppuköstulum, andlitsmálningu, myndlistarsýningu o.fl. Víkingar bjóða þar uppá hið rómaða kaffihlaðborð.
Allir velkomnir