Brynhildur Vala náði áfanganum í leik austur á Reyðarfirði, þar sem Víkingar spiluðu við Fjarðarbyggð/Hött/Leikni í Lengjubikarnum fyrr í vor. Hún var svo heiðruð fyrir leik á móti HK í sömu keppni þann 30. mars s.l. Brynhildur Vala er sú nítjánda í röðinni til að ná þessum leikjafjölda og kemur sér þar í hóp okkar fremstu leikmanna.