Kæru Víkingar. Miðasala á leik Bröndby og Víkings er komin af stað á vefsíðu Bröndby.
Miðaverð er 135DKK (um 2.500 ISK) fyrir fullorðna og 60DKK um 1.100 fyrir börn (undir 16 ára). Ekki þarf að stofna aðgang í vefsölukerfi Bröndby til að kaupa miða, „Guest checkout“ er í boði.
Staðsetning EuroVikes í stúkunni er U1 og kemur skýrt fram á myndinni hér að neðan sem er einmitt yfirlitsmyndin af miðasölusíðu Bröndby fyrir leikinn. Mikilvægt er að stuðningsfólk Víkings kaupi ekki miða utan þess svæðis.