Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við hina bandarísku Ashley Jordan Clark til að spila með liðinu út leiktíðina í Bestu deild kvenna. Ashley, sem er sóknarmaður, kemur til liðsins frá Tampa Bay Sun í Bandaríkjunum en hefur einnig leikið í Frakklandi og Svíþjóð við góðan orðstír.
Ashley er kraftmikill leikmaður með mikla reynslu sem á eftir að nýtast Víkingsliðinu vel það sem eftir lifir sumars. Knattspyrnudeild Víkings býður Ashley hjartanlega velkomna í Hamingjuna! ❤️️🖤