Friðrik Magnússon fráfarandi formaður Knattspyrnudeildar Víkings og Björn Einarsson formaður Víkings

Formannsskipti í Knattspyrnudeild Víkings

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Víkings var haldinn fimmtudaginn 24. febrúar í Víkinni. Á fundinum var kosinn nýr formaður knattspyrnudeildar, en Friðrik Magnússon sem hefur verið formaður deildarinnar um árabil lét þá af störfum eftir frábært starf fyrir deildina og félagið í meira en áratug. Af því tilefni fékk Friðrik afhent gullmerki Víkings með krans, en það var Björn Einarsson formaður Víkings sem afhenti merkið fyrir hönd Aðalstjórnar félagsins. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Friðriki fyrir óeigingjarnt og framúrskarandi starf fyrir Víking.

Nýr formaður knattspyrnudeildar Víkings er Heimir Gunnlaugsson, en Heimir hefur verið formaður meistaraflokksráðs Víkings undanfarin ár. Aðrir stjórnarmenn sem voru kjörnir á fundinum eru:

Tryggvi Björnsson, form. mfl.ráðs karla
Katla Guðjónsdóttir, form. mfl.ráðs kvenna
Aðalsteinn Guðjónsson, form. barna- og unglingaráðs
Sváfnir Gíslason, gjaldkeri
Berglind Bjarnadóttir, meðstjórnandi.
Guðjón Guðmundsson, meðstjórnandi.
Guðmundur Auðunsson, meðstjórnandi.
Hrannar Már Gunnarsson, meðstjórnandi.
Kári Þór Guðjónsson, meðstjórnandi.
Sverrir Geirdal, meðstjórnandi.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar