Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Handknattleiksdeild Víkings tilkynnir með stolti að markvörðurinn Þyri Erla Sigurðardóttir hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið og mun leika með meistaraflokki kvenna næstu tvö tímabil. Þyri kemur frá Fjölni í Grafarvogi þar sem hún hefur verið lykilleikmaður undanfarin ár.

Þyri Erla er markmaður með mikinn metnað og reynslu úr efstu deild. Hún þekkir vel til í íslenskum kvennahandbolta og hefur sýnt mikla yfirvegun og seiglu á milli stanganna.

„Ég er mjög spennt að ganga til liðs við Víking,“ segir Þyri Erla. „Félagið er með metnaðarfulla framtíðarsýn og það heillaði mig hversu skýrt markmið liðsins er – að byggja upp öflugt og samkeppnishæft lið. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum innan og utan vallar.“

Sebastian Alexandersson, þjálfari meistaraflokks kvenna, fagnar komu Þyri: „Þyri kemur inn með dýrmæta reynslu og yfirvegun sem við höfum verið að leita eftir í markmannsstöðuna. Hún bætir styrk og breidd í hópinn og verður mikilvægur hlekkur í okkar leikskipulagi.“

Aðalsteinn Eyjólfsson, yfirmaður handknattleiksmála hjá Víkingi, bætir við: „Þyri Erla er metnaðarfullur og drífandi leikmaður sem passar afar vel inn í þá menningu og framtíðarsýn sem við erum að móta í kringum meistaraflokk kvenna. Með metnaði sínum og vinnusemi verður hún mikilvæg fyrirmynd fyrir aðra leikmenn og mun styrkja liðið bæði innan vallar og utan.“

Handknattleiksdeild Víkings býður Þyri Erlu hjartanlega velkomna í svarta og rauða búninginn og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabili.

 

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Óskar Borgþórsson til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Einar Guðnason tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna

Lesa nánar