Felix Már Kjartansson gengur til liðs við Víking í handbolta

Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við Felix Már Kjartansson, öfluga vinstri skyttu og varnarmann, um að ganga til liðs við meistaraflokk karla fyrir komandi keppnistímabil. Felix kemur til Víkings frá HK og bætist í ört stækkandi og metnaðarfullan hóp leikmanna sem ætla sér stóra hluti í Grill 66-deildinni.

Felix er efnilegur leikmaður sem hefur vakið athygli fyrir öflugt skot, mikinn varnarstyrk og einstakan metnað á æfingum sem og í leikjum. Hann mun bæta mikilvægu púslí í liðsuppstillingu Víkings á báðum endum vallarins.

„Við erum gríðarlega ánægðir með að fá Felix Már í hópinn. Hann er leikmaður með mikinn kraft, góða varnartækni og hefur getu til að gera flotta hluti sóknarlega. Hann passar vel inn í þá stefnu sem við erum að vinna eftir – að byggja upp metnaðarfullan hóp ungra og hæfileikaríkra leikmanna,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari og yfirmaður handknattleiksmála hjá Víkingi.

Felix Már sjálfur segir: „Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu nýja tækifæri og hlakka til að taka þátt í metnaðarfullu og spennandi verkefni hjá Víkingi. Mér líst mjög vel á það sem er verið að byggja upp hérna og er fullur af eldmóði að ætla leggja mig 100% fram fyrir liðið.“

Handknattleiksdeild Víkings býður Felix Már hjartanlega velkominn í svarta og rauða búninginn og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabili

Aðrar greinar

Forsíðufrétt, Handbolti

Þyri Erla Sigurðardóttir gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Ísak Óli Eggertsson gengur til liðs við Víking í handbolta

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Shaina Faiena Ashouri í Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Óskar Borgþórsson til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Víkings

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Einar Guðnason tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna

Lesa nánar