Dagbjört Lena ráðin Íþróttafulltrúi Víkings

Dagbjört Lena Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu íþróttafulltrúa Knattspyrnufélagsins Víkings og mun hún hefja störf hjá félaginu 1. júlí. Íþróttafulltrúi heyrir undir aðalstjórn félagsins og starfar þannig fyrir allar deildir í nánu samstarfi við Íþróttastjóra Víkings. Í starfi sínu mun Dagbjört starfa náið með deildum, þjálfurum, iðkendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum í tengslum við æfingar og viðburði. Þá mun Dagbjört aðstoða félagið og deildir þess við námskeiðahald, mótahald og fjáraflanir ásamt því að vinna almennt að aukningu í þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi Víkings. Íþróttafulltrúi mun mestmegnis hafa viðveru í íþróttamannvirki Víkings í Safamýri.
Dagbjört, sem er 25 ára gömul, er með BA-gráðu í félagsfræði og hefur nýlokið diplómanámi í viðburðastjórnun. Mikil ánægja er innan Víkings með ráðningu á Dagbjörtu og bjóðum við hana velkomna í félagið okkar.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frítt fyrir stelpur að æfa handbolta í tilefni af HM kvenna!

Lesa nánar