Guðni Snær Emilsson, einn færasti þjálfari sem Víkingur hefur alið af sér, hefur látið af störfum hjá félaginu og tekið við starfi hjá meistaraflokki kvenna hjá Gróttu. Guðni hefur þrátt fyrir ungan aldur starfað í yngri flokkum Víkings í yfir áratug við frábæran orðstír.
Knattspyrnudeild Víkings óskar Guðna góðs gengis en hlökkum jafnframt til að fá hann í Hamingjuna í framtíðinni.
Takk Guðni og sjáumst á vellinum í sumar. ❤️🖤