Kæru Víkingar,
Ákveðið hefur verið að fresta úrdrætti í Jólahappdrætti Víkings til föstudagsins 10. janúar.
Iðkendur Víkings hafa staðið sig frábærlega í að selja miða en ennþá er hægt að tryggja sér miða í pottinum.
Það er hægt að tryggja sér miða hérna á sportabler síðu Víkings
Það er í boði að fá 1, 3 eða 5 miða og munu kaupendur fá úthlutuðu númeri áður en dregið verður í hádeginu þann 10. janúar.
Gleðilegt nýtt ár og áfram Víkingur.