Gunnar Vatnhamar maður leiksins gegn Armeníu

Gunnar Vatnhamar var valinn maður leiksins í leik Færeyja og Armeníu sem fór fram í Þjóðadeildinni í gærkvöldi. Sigurinn var sá fyrsti í keppnisleik í rúm tvö ár hjá færeyjum og fyrsti útisigur Færeyja í rúm fjögur ár í keppnisleikjum.

Gunnar stóð vaktina í hjarta varnarinnar og var valinn maður leiksins hjá úrslitaþjónustunni FotMob.

Það má því með sanni segja að Gunnar hafi tekið smá forskot á sæluna í Armeníu en Víkingur á einmitt leik gegn FC Noah þar ytra í lok nóvember.

Um leið og knattspyrnudeild Víkings óskar Gunnari innilega til hamingju með frábæra frammistöðu og frábær 3 stig þá minnum við á leikinn gegn FC Noah. Fyrir þau ykkar sem eruð ekki að koma með til Armeníu þá stendur Ölver vaktina fyrir #EuroVikes sem fyrr og verður flott dagksrá og upphitun áður en leikur hefst. Dagskráin verður auglýst í næstu viku.

Eins og röddin segir… „KOMA SVOOOOO… ÁFRAAAAAAAAAM VÍINGUR“

Aðrar greinar

Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar