fbpx

Haraldur lætur af störfum sem framkvæmdarstjóri Víkings

31. október 2024 | Félagið
Haraldur lætur af störfum sem framkvæmdarstjóri Víkings
Haraldur Haraldsson hefur óskað eftir því að láta af störfum sem framkvæmdarstjóri knattspyrnufélagsins Víkings.
Haraldur tók við sem framkvæmdarstjóri félagsins árið 2010 og hefur því sinnt starfinu í rúmlega 14 ár.
Á þessum tíma hefur félagið stækkað og eflt umsvif sín til mikilla muna og á Haraldur gríðarlega mikinn þátt í þessum mikla vexti félagsins.
Í gegnum stjórnartíð Haraldar hefur félagið gengið í gegnum krefjandi uppbyggingartímabil en jafnframt tímabil mikillar velgengni.
Í öllum aðstæðum og verkefnum hefur Haraldur sýnt mikinn stöðugleika og festu í stýringu sinni og um leið væntumþykju gagnvart félaginu á öllum sviðum.
Í gegnum árin hefur Haraldur ávallt verið í afar góðu sambandi við félagsmenn okkar af öllum kynslóðum – átt sterk tengsl við mikilvæga grasrót félagsins.
Haraldur skilur við félagið í miklum blóma og styrk – það sem Víkingur er hvort tveggja í senn eitt sigursælasta og öflugasta félag landsins og um leið með mikinn styrk bæði rekstrarlega og fjárhagslega.
Knattspyrnufélagið Víkingur þakkar Haraldi fyrir frábært, óeigingjarn og ómetanlegt framlag hans til félagsins.
Haraldur hefur djúpar rætur við félagið og ljóst að það verður mikill söknuður af honum af þessum vettvangi.
Félagið óskar honum um leið alls hins besta í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Félagið hefur þegar hafið formlegt og faglegt ráðningarferli á nýjum framkvæmdarstjóra.

Haraldur mun sinna sínum störfum sem framkvæmdarstjóri Víkings þar til nýr framkvæmdarstjóri hefur verið ráðinn.
Áfram Víkingur.
Björn Einarsson
Formaður
Knattspyrnufélagið Víkingur