fbpx

Daði Berg Jónsson framlengir út árið 2027

11. október 2024 | Knattspyrna
Daði Berg Jónsson framlengir út árið 2027
Daði er sóknarsinnaður miðjumaður með mikið markanef og frábæra tækni.

Knattspyrnudeild Víkings og Daði Berg Jónsson hafa framlengt samning sinn út árið 2027. Daði kom til félagsins frá Fram árið 2022 og hefur hann leikið 15 leiki fyrir meistaraflokk Víkings og skorað í þeim 3 mörk.

Daði steig sín fyrstu skref í meistaraflokki í fyrra, þá aðeins 17 ára gamall, enda hefur hann tekið gríðarlegum framförum síðustu ár. Daði lék einnig sína fyrstu landsleiki á þessu ári þar sem hann skoraði 2 mörk í 2 leikjum fyrir U19 lið Íslands.

Með þessum samning bætist Daði í hóp ungra leikmanna sem hafa haft hugrekkið til að koma og grípa sénsinn þegar hann býðst sem er einmitt partur af kjarnastefnu félagsins.

Kári Árnason
yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking

Ég er hrikalega stoltur að hafa náð Daða úr unglingastarfinu inn í jafn sterkt lið og við gerum miklar væntingar um að það séu fleiri á leiðinni í meistaraflokkinn!

Aron Baldvin Þórðarson
Þjálfari 2.flokks og aðstoðarþjálfari/leikgreinandi hjá mfl. karla.

Nýr samningur Daða við Víking er til þriggja ára og gleður það Knattspyrnudeild Víkings að tilkynna með mikilli hamingju að Daði Berg Jónsson verður leikmaður félagsins út árið 2027. ❤️🖤