Nikolaj leikmaður annars þriðjungs – Ein af sögum sumarsins

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var opinberuð niðurstaða í kjöri lesenda á leikmanni annars þriðjungs í Pepsi Max-deildinni.

Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen bar sigur úr býtum í kjörinu en sérfræðinga Innkastsins höfðu tilnefnt fjóra leikmenn.

Kosningin – 2189 atkvæði:
Nikolaj Hansen – Víkingur (40,7%)
Hannes Þór – Valur (28,7%)
Kristinn Steindórs – Breiðablik (20,3%)
Arnór Sveinn – KR (10,2%)

Nikolaj er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar en hann hefur skorað 13 mörk í 15 leikjum og á risastóran þátt í því að Víkingar eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.

Nikolaj hefur verið hreinlega magnaður og fær hann verðlaun frá Origo, Bose Quiet Comfort Earbuds, sem eru þráðlausir noise cancelling heyrnartappar.

„Ein af sögum sumarsins. Hann er næstum kominn með jafnmörg mörk í efstu deild á einu tímabili og hann hafði samtals skorað áður en hann mætti. Hann hefur verið algjörlega geggjaður og ég hlakka til að sjá hann með heyrnartólin,“ segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum.

 

Tekið af: Fotbolti.net

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar