fbpx

Einar Guðnason – Yfirþjálfari

29. júlí 2021 | Félagið
Einar Guðnason  – Yfirþjálfari

Ég er yfirþjálfari yngri flokka hjá Víkingi.

Í því starfi fellst til dæmis að vera yfir faglegu starfi og sjá um hið daglega amstur sem við kemur okkar yngri flokka starfi, til dæmis mótamál og umgjörð í kringum leiki yngri flokka. Ég þjálfa líka 7.flokk drengja og á veturnar sé ég um íþróttatíma sem leikskólar hverfisins sækja í Víkina. Ég er líka aðstoðarþjálfari í meistaraflokki karla.

Ég æfði upp alla flokka hjá Víkingi og alveg uppí meistaraflokk þar sem ég náði of fáum leikjum. Ég sá það fyrir mér frá því ég var ca 10 ára að ég vildi á einhverjum tímapunkti verða þjálfari. Ég byrjaði að þjálfa árið 2002, þá 5.flokk með Ingvari Jónssyni Everton manni. Ég fann mig vel og hafði gaman af en þurfti að hætta þar sem ég ætlaði að gera eitthvað úr mínum leikmannaferli. Þegar ég gafst upp á því árið 2007 fór ég aftur að þjálfa og hef verið með 2 -5 flokka í einu alveg síðan

Mér finnst erfitt að kalla þjálfun vinnu því það er áhugamál fyrir mér, þetta er sennilega skemmtilegasta vinna sem maður finnur. Fótbolti er mitt aðaláhugamál og með því að þjálfa og vinna í kringum fótbolta fær maður hluta af þeirri útrás sem maður fekk inná vellinum.

Ég hef mikla trú á liðinu okkar í ár, við erum með frábæra blöndu af reynslumiklum leikmönnum og ungum og ferskum leikmönnum. Liðið og félagið í heild hafa lært mikið af síðustu árum sem gefur mér góða tilfinningu fyrir haustinu.