Frá vinstri: Kári Árnason, Gísli Gottskálk Þórðarson, Arnar Gunnlaugsson

Gísli Gottskálk Þórðarson framlengir út árið 2027

Knattspyrnudeild Víkings og Gísli Gottskálk Þórðarson hafa framlengt samning sinn út árið 2027. Gísli kom til félagsins frá ítalska félaginu Bologna sumarið 2022 og hefur hann leikið 64 leiki fyrir Víking og skorað í þeim 3 mörk.

Gísli hefur verið fastamaður í U-19 landsliði Íslands og braut sér leið inn í U-21 landsliðið fyrr á árinu. Gísli varð Mjólkurbikarmeistari með Víking árið 2022 og Íslands- og Mjólkurbikarmeistari árið 2023.

Nýr samningur Gísla við Víking er til þriggja ára og gleður það Knattspyrnudeild Víkings að tilkynna með mikilli hamingju að Gísli Gottskálk Þórðarson verður leikmaður félagsins út árið 2027.

Gísli hefur sannað sig sem ekki aðeins efnilegasta mann landsins heldur tel ég hann vera í topp 5 yfir þá bestu í deildinni í dag. Það er óhætt að segja að the sky is the limit þegar það kemur að hversu langt hann getur náð í fótbolta. Hann er með eiginleika sem mjög fáir íslenskir leikmenn búa yfir en fyrir utan alla hans knattspyrnuhæfileika þá er það sem hann ber á herðum sér hans besti kostur og það mun tryggja að hann nái mjög langt á sínum ferli.

Kári Árnason – yfirmaður knattspyrnumála.

Til hamingju Gísli og til hamingju Víkingur. 🖤❤️

   

Aðrar greinar

Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar