Bergþóra á samtals 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim 1 mark

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir til Víkings

Knattspyrnudeild Víkings og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir hafa gert samning þess efnis um að Bergþóra leiki með liðinu út tímabilið 2025 í Bestu deild kvenna.

Bergþóra kemur til Víkings úr atvinnumennsku frá sænska úrvalsdeildarliðinu KIF Örebro, þar sem hún spilaði 20 leiki með liðinu. Þar á undan spilaði Bergþóra með Breiðablik upp alla yngri flokkana og árin 2020-2023 í meistaraflokki.

„Bergþóra er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem við teljum að muni smella vel inn í liðið okkar. Hún er að koma heim frá Svíþjóð reynslunni ríkari, tilbúin í slaginn með okkur framundan í Bestu deildinni.“

John Andrews þjálfari Meistaraflokks

Vertu hjartanlega velkomin í Hamingjuna Bergþóra Sól. ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar