fbpx

Ruby Diodati til Víkings

12. apríl 2024 | Knattspyrna
Ruby Diodati til Víkings
Ruby var valin varnarmaður ársins árið 2022 í Big Ten Conference (B1G) í USA

Knattspyrnudeild Víkings og hin bandaríska Ruby Diodati hafa gert samning þess efnis um að Ruby leiki með liðinu út tímabilið 2024 í Bestu deild kvenna. Ruby er fjölhæfur varnarmaður sem getur spilað allar stöður varnarlínunnar.

Ruby kemur til Víkings frá FC Gintra í Litháen, þar sem hún spilaði 29 leiki með liðinu árið 2023, skoraði 10 mörk og gaf 11 stoðsendingar, þar sem liðið vann bæði Litháensku deildina og Baltneska titilinn ásamt því að spila í forkeppni meistaradeildar Evrópu.

Þar á undan spilaði Ruby í Bandaríska háskólaboltanum í 4 ár með Colgate University og síðar Michigan State University þar sem Ruby var valin varnarmaður ársins árið 2022 í Big Ten Conference.

„Við erum gríðarlega ánægð að fá Ruby til okkar. Hún er sterkur varnarmaður sem við teljum að muni smella vel inn í lið Víkings“

John Andrews þjálfari Meistaraflokks