Knattspyrnuskólinn er fyrir krakka á aldrinum 5-13. Námskeiðin eru ýmist kl. 9-12 eða kl. 9-16.
Boðið er upp á gæslu frá kl. 8-9 og frá 16-17 og er það innifalið í gjaldinu.
Hópnum er skipt upp eftir aldri og þannig reynt að koma til móts við þarfir hvers hóps fyrir sig.
Eftir hádegi verður farið í hjólaferðir, ratleiki og margt fleira. Dagskrá liggur fyrir í upphafi hvers námskeiðs.
Upplýsingar fyrir Knattspyrnuskólann fyrir foreldra og forráðamenn má sjá hér
Kennarar við skólann eru íþróttakennarar að mennt og/eða reyndir og sérmenntaðir í sinni íþrótt.
Námskeið 1. 14. júní – 24. Júní / Tvær vikur
Námskeið 2. 28. júní – 9. júlí / Tvær vikur
Námskeið 3. 12. júlí – 22. júlí / Tvær vikur
Verð: (miðast við tveggja vikna námskeið)
Heill dagur kr. 20.000 Hálfur dagur kr. 11.000 Heill dagur með knattspyrnuæfingum (7. og 6. fl.) kr.16.000 Vikunámskeiðin eru helmingi ódýrari.
Öll skráning fer fram í gegnum Sportabler. Skráning í Knattspyrnuskólann hefst föstudaginn 21. maí.
Allar nánari upplýsingar um sumarnámskeið á vegum Víkings er hægt að fá í síma 519 7600 milli kl. 9:00 -16:00 eða í gegnum tölvupóst, [email protected]