Frá vinstri á mynd : Svanhildur Dagbjartsdóttir, Ari Sigurpálsson, Valdís María Einarsdóttir, Björn Einarsson, Gunnar Valdimar Johnsen og Auður Brynja Sölvadóttir

Víkingur og Ölgerðin í samstarf

Það gleður okkur að tilkynna að Knattspyrnufélagið Víkingur og Ölgerðin hafa undirritað samstarfssamning sem gildir til ársins 2026. Það þýðir að Ölgerðin verður einn af aðalstyrktaraðilum félagsins á þeim tíma.

Það voru þau Björn Einarsson formaður Víkings og Valdís María Einarsdóttir sölustjóri á Fyrirtækjasviði sem undirrituðu samninginn í Ölgerðinni. Ásamt þeim voru leikmenn frá Knattspyrnudeild Svanhildur Dagbjartsdóttir og Ari Sigurpálsson og frá Handboltadeild Gunnar Valdimar Johnsen og Auður Brynja Sölvadóttir

Valdís María Einarsdóttir sölustjóri á Fyrirtækjasviði Ölgerðarinnar

„Við í Ölgerðinni erum gríðarlega ánægð og stolt með það að vera komin í samstarf með Víking.
Víkingur er ákaflega metnaðarfullt félag líkt og Ölgerðin og sjáum við fram á spennandi samstarf með okkar helstu vörumerkjum.“

Björn Einarsson formaður Víkings

„Vegferð Víkings snýr að mörgum þáttum – á sama tíma og það er skýr krafa um árangur í karla – og kvennaliðum félagsins þá viljum líka vinna með bestu samstarfsaðilunum sem völ er á og falla vel að vörumerki Víkings og þeim metnaði sem félagið stendur fyrir. Nýtt samstarf okkar við Ölgerðina er mikilvægt skref í vegferð okkar.“

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar