Davíð og Haraldur í U-17
16. febrúar 2024 | KnattspyrnaLúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í tveimur æfingaleikjum gegn Finnum í Finnlandi dagana 26. febrúar – 2. mars næstkomandi.
Davíð Helgi Aronsson og Haraldur Ágúst Brynjarsson fengu kallið og óskar knattspyrnudeild Víkings þeim góðs gengis í komandi verkefni.
Áfram Víkingur og áfram Ísland!