Freyja á að baki 35 meistaraflokksleiki fyrir Víking og hefur skorað í þeim 9 mörk.

Freyja Stefánsdóttir í U17 fyrir undankeppni EM2024

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir seinni umferð undankeppni EM 2024.

Ísland er þar í riðli með Portúgal, Finnlandi og Kosóvó, en leikið verður í Portúgal dagana 19.-28. febrúar.

Þau sjö lið sem vinna sína riðla fara áfram í lokakeppni EM sem haldin verður í Svíþjóð dagana 5.-18. maí. Svíþjóð tekur þátt í undankeppninni þó liðið sé með öruggt sæti í lokakeppninni sem gestgjafar. Takist Svíum að vinna sinn riðil þá mun það lið með bestan árangur í öðru sæti síns riðils einnig fara áfram.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Freyju góðs gengis í komandi verkefnum fyrir Íslands hönd. Áfram Víkingur og áfram Ísland! ❤️🖤

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Íþróttaskóli Víkings vorið 2026!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Emma, Kristín Erla og Rakel framlengja til 2027!

Lesa nánar
Víkingur TV, Knattspyrna, Forsíðufrétt

Víkingur TV og undirbúningstímabilið framundan

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar