Freyja á að baki 11 leiki fyrir U landslið Íslands og hefur skorað í þeim 2 mörk.

Freyja Stefánsdóttir í U17

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp fyrir æfingar dagana 29.-31. janúar 2024. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi, í Garðabæ.

Freyja Stefánsdóttir leikmaður meistaraflokks hefur verið valin í hópinn. Freyja lék stórt hlutverk á síðasta tímabili þegar Víkingur vann Lengjubikarinn, Lengjudeildina og Mjólkurbikarinn, þar sem Freyja skoraði þriðja og síðasta mark Víkings í 3-1 sigri á Breiðablik.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Freyju góðs gengis í komandi verkefni. Áfram Víkingur og áfram Ísland! ❤️🖤

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Dagur sjálfboðaliðans 5.desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt, Handbolti

Námskeið Víkings í Desember

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Gígja Valgerður kveður Víking

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Aron Snær Friðriksson í Hamingjuna

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Rauður og svartur fössari í vefverslun Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Frítt fyrir stelpur að æfa handbolta í tilefni af HM kvenna!

Lesa nánar