fbpx

Viltu vinna ferð á Evrópuleik Víkings?

9. janúar 2024 | Knattspyrna, Félagið
Viltu vinna ferð á Evrópuleik Víkings?

Stuðningsmönnum gefst kostur á að vinna ferð á útileik Víkings í 1. umferð Meistaradeildarinnar í skemmtilegum getraunahópleik sem hefst um næstu helgi. Mættu í Getraunakaffi milli kl. 10 og 12 á laugardaginn eða sendu póst á [email protected] og skráðu þinn hóp.

Framvæmd getraunahópleiksins er á þessa leið.

  1. Tveir skipa hvern hóp og báðir tippa á enska getraunaseðilinn með því að setja tvö merki á sex leiki.
  2. Röðunum er skilað inn til getraunaþjónustu Víkings með því að mæta í Víkina á laugardagsmorgnum eða senda þær í email.
  3. Ekki er skylda að kaupa raðirnar í sölukerfi Getrauna – en við bjóðum upp á þá þjónustu líka.
  4. Hópunum er skipt í 7-8 riðla og leiknar verða 8 vikur þar sem betra skorið innan vikunnar telur hjá hverjum hóp
  5. Tveir efstu hópar hvers riðils fara í 16 liða úrslit (og mögulega bestu hópar í 3.sæti)
  6. Þátttökugjald er kr. 5.500 á mann sem greiðist við skráningu (kr. 11.000 fyrir hópinn)
  7. Verðlaunin fyrir þann hóp sem stendur uppi sem sigurvegari er ferð fyrir tvo á útileikinn í 1. Umferð Meistaradeildinni í júlí næsta sumar (flug, gisting og miðar á leikinn).

Það er heldur betur til mikils að vinna kæru Víkingar og athugið, það þarf ekki að vera í innsta hring Víkings til að vera með. Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga að kíkja og það er alltaf heitt kaffi á könnunni í Hamingjunni.

Sjáumst á laugardaginn!