Katla, Sigdís og Bergdís voru lykilleikmenn í þreföldu meistaraliði Víkings árið 2023

Bergdís, Katla og Sigdís í U-19

Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið 3 leikmenn úr meistaraflokki Víkings sem taka munu þátt í vináttuleikjum gegn Portúgal og Finnlandi dagana 18.-24. janúar í Portúgal. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fer fram í Litháen dagana 14 til 27.júlí í sumar.

Bergdís Sveinsdóttir, Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir hafa verið valdar í hópinn og vart þarf að kynna þær fyrir Víkingum enda voru þær lykilleikmenn í þreföldu meistaraliði Víkings árið 2023. Katla á samtals 13 landsleiki fyrir U landslið Íslands, Sigdís á 26 leiki og hefur skorað í þeim 4 mörk og Bergdís á 30 leiki og hefur hún skorað í þeim 7 mörk.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Bergdísi, Kötlu og Sigdísi góðs gengis í komandi verkefnum með landsliðinu. Áfram Víkingur og Áfram Ísland❤️🖤

Hér má einmitt sjá einn af þremur glæsilegum leikvöngum sem mótið verður spilað á, Darius and Girenas Stadium í Kaunas.

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar