Birta Guðlaugsdóttir semur við Víking
2. janúar 2024 | KnattspyrnaBirta Guðlaugsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Víkings.
Birta er 22 ára markmaður sem kemur til liðsins frá Val en Birta stundar einnig nám í Bandaríkjunum og spilar þar í háskólaboltanum.
Þrátt fyrir ungan aldur á Birta 96 meistaraflokksleiki þar af 26 í efstu deild. Þá hefur Birta spilað 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Það er mikið fagnarefni fyrir okkur Víkinga að fá Birtu í okkar raðir og mun hún styrkja liðið fyrir komandi átök í Bestu Deildinni.