VíkingurTV – Beinar útsendingar
1. janúar 2024 | Víkingur TV, KnattspyrnaUndanfarin ár hefur VíkingurTV sýnt frá æfingaleikjum, Reykjavíkurmótinu, Lengjubikarnum í samstarfi við sænska nýsköpunarfyrirtækið Spiideo. Einnig hefur verið sýnt frá völdum leikjum yngri flokka og sumarið 2023 sýndum við alla heimaleiki meistaraflokks í Lengjudeild kvenna ásamt 4 leikjum í Mjólkurbikarnum.
Árið 2024 verður það stærsta hingað til hjá VíkingurTV en auk beinna útsendinga verða viðtöl við leikmenn, þjálfara, kíkt á bakvið tjöldin hjá meistaraflokkunum okkar og vel fylgst með yngri flokkum félagsins á komandi keppnistímabili.
Í janúar, febrúar og mars verða a.m.k. 13 beinar útsendingar frá Heimavelli Hamingjunnar og boltinn rúllar svo formlega af stað með leikjum Víkings og Fylkis í Reykjavíkurmóti karla laugardaginn 6.janúar og svo frá Reykjavíkurmóti kvenna þegar ÍR kemur í heimsókn sunnudaginn 7.janúar.
Hægt er að kaupa aðgang að stökum leikjum fyrir 5,9EUR (ca. 900 ISK) eða áskrift að öllum leikjum (að hámarki 30) sem VíkingurTV sýnir á 50EUR (ca. 7500 ISK) með því að smella hér.
Með áskrift styður þú beint við framleiðslu á hljóð- og myndefni á vegum VíkingurTV. Við hvetjum alla Víkinga nær og fjær til að tryggja sér áskrift og láta orðið berast. Árið 2023 var stórkostlegt en árið 2024 ætlum við að gera okkar afreksfólki enn betri skil en fyrri ár.
Gleðilegt nýtt ár kæru Víkingar, hlökkum til að sjá ykkur á vellinum og fyrir ykkur sem heima sitjið hlökkum við til að færa ykkur eins mikið af hljóð- og myndefni og við mögulega getum.
Með áramótakveðju,
VíkingurTV