Tilnefningar til liða ársins og þjálfara ársins

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt lista yfir þau lið og þjálfara sem koma til greina sem Lið ársins og Þjálfari ársins.

Samtökin hafa valið þrjú lið  þar á meðal eru Meistaraflokkur kvenna og Meistaraflokkur karla hjá Víking. Árið 2023 var frábært í knattspyrnudeild Víkings svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar tryggðu sér fjórða Bikarmeistaratitilinn í röð með sigri á KA í Mjólkurbikarnum og sóttu Íslandsmeistaratitilinn aftur heim í Fossvoginn.

Meistaraflokkur kvenna, á sínu fjórða tímabili eftir slit samstarfs Víkings og HK, gerði sér lítið fyrir og vann Lengjubikarinn, Lengjudeildina og tryggði sér með því sæti í Bestu Deildinni árið 2024. Mjólkurbikarinn kom svo heim í Víkina í fyrsta skipti í sögu kvennaliðs okkar þar sem stelpurnar unnu glæsilegra sigra á leiðinni í úrslitin og unnu svo Breiðablik í úrslitaleiknum í Laugardalnum í ágúst – fyrst liða utan efstu deildar til að ná þeim glæsilega árangri.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og Mjólkurbikarmeistara Víkings er einn þriggja sem kemur til greina sem þjálfari ársins.

Kjörið verður opinberað 4. janúar.

Knattspyrnudeild Víkings óskar meistaraflokkum okkar og Arnari innilega til hamingju með þessar tilnefningar.

Meistaraflokkur kvenna með Lengjubikarinn, Mjólkurbikarinn og Lengjudeildarbikarinn

Meistaraflokkur karla með Bestu deildar skjöldinn góða en Mjólkurbikarinn var í öruggum höndum inni í Vík á meðan

Aðrar greinar

Knattspyrna, Forsíðufrétt

Ali Al-Mosawe til Víkings

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Sumardagurinn fyrsti í Fossvogs – og Bústaðahverfi

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Félagið

Til hamingju með afmælið Víkingar nær og fjær!

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Tara Jónsdóttir til Gróttu

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Skráðir Víkingar fá afslátt í vefverslun

Lesa nánar
Knattspyrna, Forsíðufrétt

Hulda Ösp Ágústsdóttir til Gróttu

Lesa nánar