4.umferð | Víkingur – FHL

Í dag komu FHL í heimsókn á Heimavöll Hamingjunnar og okkar konur tóku vel á móti þeim og hirtu öll stigin með sterkum 4-1 sigri.

Leikurinn fór heldur rólega af stað en svo settu Víkingar í næsta gír þegar Birta opnaði markareikning dagsins á 10 mínútu leikisns með glæsilegu skoti utan af hægri kanti. Algjörlega óverjandi fyrir annars frábæran markmann FHL. Á 24 mínútu fengu Víkingar vítaspyrnu sem Selma Dögg setti af miklu öryggi í netið. 2-0 fyrir okkar konum og þannig stóðu leikar í hálfleik.

FHL mættu heldur betur vakandi út í síðari hálfleikinn og minnkuðu muninn með góðu marki á 48 mínútu. En Selma Dögg var heldur betur ekki búin með dagsverkið og skoraði eftir frábært einstaklingsframtak út frá hægri kantinum og staðan orðin 3-1 fyrir heimakonum. Þarna má segja að leikurinn hafi dottið aðeins niður en þó sköpuðu Víkingar sér þó nokkuð af færum og endaði það með því að Sigdís Eva skoraði glæsilegt mark þegar 5 mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokastaðan 4-1 fyrir Víking.

Olifa maður leiksins var valin Selma Dögg Björgvinsdóttir

Þökkum FHL kærlega fyrir komuna á Heimavöll Hamingjunnar og óskum þeim velgengni í sumar. Flottur hópur þarna á ferð. Að lokum minnum við á leik KR og Víkings í Mjólkurbikarnum sem fer fram næstkomandi laugardag 27.maí kl. 14:30 á Meistaravöllum.

Helstu færi og mörk úr leiknum

Byrjunarlið og hópurinn

Aðrar greinar

Forsíðufrétt

Víkingur auglýsir eftir umsóknum um stöðu bókara

Lesa nánar
Karate, Forsíðufrétt

Karate æfingar hefjast á mánudaginn

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Októberfest Víkings verður haldið 4. október

Lesa nánar
Forsíðufrétt, Handbolti

Valgerður Elín heiðruð

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Leikfimi fyrir eldri borgara er hafin í Víkinni

Lesa nánar
Forsíðufrétt

Gervigreindarfulltrúinn Vaka hefur hafið störf hjá Víking

Lesa nánar