Handbolti

2015-05-20 11.43.19
Díana Guðjónsdóttir hefur verið ráðin þjálfari 3. og 4. flokks kvenna í handknattleik ásamt því að verður hún yfirþjálfari kvenna flokka Víkings.

IMG 7260Gunnar Gunnarsson hefur verði ráðinn þjálfari 2. og 3. flokks karla í handknattleik. Gunnar er Víkingum góðkunnugur en hann varð Íslandsmeistari með Víking bæði í handknattleik og knattspyrnu á níunda áratugnum. Sem leikmaður spilaði hann lengst af með Víkingi en einnig spilaði hann með liðum í Svíþjóð og Noregi.

Mynd rvík úrval
Nú á dögunum var valið 10 manna úrvalslið Reykjavíkur í handbolta kvenna, fæddar 2001. Þessi hópur efnilegustu handboltastelpna borgarinnar heldur til Stokkhólms í Svíþjóð á grunnskólamót Norðurlandanna í lok maí og etur kappi við jaföldrur sínar úr Skandinavíu.

Pressuliðið - Eyvör 2012
Í seinustu viku var valið í U15 ára landslið kvenna. Við Víkingar getum verið stoltir af því að Eyvör Halla Jónsdóttir var valin í hópinn en liðið hefur æft í vikunni og mun leika tvo vináttulandsleiki við Færeyjar núna um helgina.

  • Vikingur-Fjölnir-e-mail.29.04.15Kæru Víkingar,
  • Það er ljóst að það verður hreinn úrslitaleikur um sæti í úrvalsdeild við Fjölni í kvöld klukkan 1930 í Víkinni.
  • Úrslitaeinvígið hefur verið mjög spennandi og stemmingin frábær.
  • Það hefur verið stórkostlegt að sjá og upplifa hinn mikla stuðning Víkinga við liðið okkar í gegnum þessa leiki. Við Víkingar höfum sýnt hinn mikla styrk sem býr í félaginu og handboltanum okkar.
  • Um leið og ég þakka fyrir það sérstaklega þá hvet ég Víkinga að fjölmenna í Víkina í kvöld og hvetja liðið okkar til sigurs í þessum afar mikilvæga leik.
  • Stöndum saman - fyllum Víkina og látum Víkingshjartað ráða ferðinni í kvöld.
  • ÁFRAM VÍKINGUR.
  • Með Víkingskveðju,
  • Björn Einarsson
  • Formaður Víkings


 


Vikingur-Fjölnir-e-mail.27.04.15Kæru Víkingar,
Á morgun, þriðjudag fer fram leikur #4 í einvíginu gegn Fjölni um laust sæti í úrvalsdeild karla. Eftir tap í síðasta leik eru okkar menn staðráðnir í að koma vel stemndir til leiks á morgun og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná fram góðum úrslitum.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna