Handbolti
Ungt lið Víkings hóf baráttuna í N1-deildinni í handbolta í gær með fimm marka tapi, 34-29, gegn bikarmeisturum Vals, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 15-14. Margir tæknifeilar fóru með liðið í seinni hálfleik en margt jákvætt má taka úr þessum fyrsta leik.

Það byrjaði nú ekki vel hjá Víkingum sem lentu snemma 6-2 undir og virtust ráðvilltir gegn stórliði Vals. Það breyttist hins vegar fljótlega þegar skrekkurinn var farinn úr mönnum.

Hinn gífurlega "aggressívi" varnarleikur sem Víkingar léku í fyrra fór í gang og áttu stórskyttur Valsmanna sjaldan svör við henni. Þá var Björn Viðar ágætur í markinu, varði 14 skot, þar af eitt víti.

Víkingar báru enga virðingu fyrir grönnum sínum, börðu þá í spað í vörninni, þó löglega, og áttu margar fínar sóknir. Davíð Georgsson sem kom til liðsins frá ÍR í sumar átti flottan fyrsta leik sinn á fjölum Víkinnar, stýrði liðinu af myndarskap oft á tíðum og skoraði sjö mörk.

Víkingur leiddi, 15-14, í hálfleik og hefði staðan getað verið enn betri. Síðasta skotið í fyrri hálfleik átti silfurmaðurinn, Sigfús Sigurðsson, af línunni fyrir Val sem Björn varði meistaralega. Sigfúsi fannst þó hann ætti að fá víti og öskraði á dómara leiksins þegar flautað hafði verið til hálfleiks. Eitthvað fór þessi ræða risans með dómarana sem leyfðu Valsmönnum að komast upp með ýmislegt í seinni hálfleik.

Í seinni hálfleik var eins og Víkingarnir fengu aftur einhvern skrekk í sig þó þeir hefðu hrist hann úr sér svo vel í þeim fyrri. Oft á tíðum tókst mönnum ekki að grípa boltann og nýttu Valsmenn sér það með góðum hraðaupphlaupsmörkum.

Þeir tóku svo völdin undir lokin þar sem breiddin skilaði þeim góðum sigri, 34-29.

Hjá Víkingi var heimalingurinn, Sverrir Hermannsson, markahæstur með 8 mörk. Sverrir skoraði mörg góð mörk úr erfiðum stöðum og átti einnig fjölda stoðsendinga. Davíð var góður eins og fram hefur komið í sínum fyrsta leik.

Það er ljóst að þetta Víkingslið ætlar sér ekki að leggjast undir eitt né neitt lið og þarf ekkert að skammast sín fyrir frammistöðuna gegn meistarakandídötum Vals.

Mætingin í Víkina í gær var ágæt, 390 manns, og er það vel. Valsmenn voru fjölmennir en skemmtilegt hefði verið að sjá aðeins fleiri Víkinga. Þetta unga og efnilega lið er vel þess virði að sjá.

Mörk Víkings (skot): Sverrir Hermannsson 8/3(15/3), Davíð Georgsson 7(8), Pálmar Sigurjónsson 4(4), Hjálmar Þór Arnarsson 4(8), Sveinn Þorgeirsson 3(13), Þröstur Þráinsson 2(3), Sigurður Örn Karlsson 1(1).

Varin skot: Björn Viðar Björnsson 14/1 (23/2), Árni Þór Gíslason 4 (11/2) .
Meistaraflokkur karla í handknattleik tapaði fyrir Stjörnunni í kvöld á útivelli.
Þar með er þáttöku liðsins í bikarkeppninni í ár lokið.

Víkingur var yfir í hálfleik,11-13, en Stjarnan náði undirtökum í seinni hálfleik og vann 27-26. Davíð skoraði flest mörk Víking, átta talsins.
Handknattleiksdeild Víking hefur ráðið Bjarka Sigurðsson sem þjálfara 2. flokks karla í handbolta. Þar er að finna framtíðarleikmenn félagsins. Á síðasta ári tóku þeir miklum framförum og enduðu tímabilið á þvi að vinna alþjóðlegt mót í Granole á Spáni.

Það er okkur mikil fengur að fá einn af okkar dáðustu leikmönnum fyrr og síðar heim á ný.
Bjarki hefur þjálfað meistarflokk Aftureldingar síðust árin. Þetta er enn eitt skrefið í þá átt að efla alla þjálfun innan deildarinar og styrkja handboltann yfirleitt innan vébanda Vikings.

Nú er komið að þriðja heimaleik strákanna okkar í 1. deildinni. Að þessu sinni mætir Bjarki Sig með strákana sína í ÍR og hefst leikurinn kl. 19:30.

Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna