Handbolti
Hjálmar Þór Arnarsson og Þröstur Þráinsson voru valdir í U21 landslið Íslands sem fór til Egyptalands í gær og sýnir þetta hvað starf okkar Víkinga er í miklum blóma. Þeir eru báðir fastamenn í meistaraflokki okkar og verður gaman að fylgjast með þeim í baráttu okkar á komandi tímabili. Við óskum þeim báðum góðs gengis á mótinu en vonandi tekst liðinu að fylgja eftir góðu móti U19 í Túnis í síðustu viku. Við verðum í góðu sambandi við strákana og munum setja inn fréttir af þeim jafnóðum og þær berast.

Áfram Ísland

Unglingaráð handknattleiksdeildar Víkings leitar eftir þjálfurum með áhuga og reynslu af þjálfun.

Okkur vantar þjálfara sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að efla starf handknattleiksdeildar Víkings. Starf deildarinnar er í örum vexti. Iðkendum fjölgar ört og er aukning milli ára áætluð um 35-40%.

Boðið er upp á mjög gott vinnu- og starfsumhverfi.

Deildin er fjárhagslega vel stödd og launagreiðslur því mjög öruggar.

Við hvetjum kraftmikla karl- og kvenkynsþjálfara að sækja um en umsóknum skal skila skriflega með tölvupósti til fyrir 25. mars nk.

Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar hjá Ólafi Ólafssyni () íþróttastjóra Víkings í síma 581 3244 eða hjá Davíð Hjaltested () í síma 824 2107.

Stjórn Unglingaráðs handknattleiksdeildar Víkings

TVG ZIMSEN logo prufa2
Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna