Handbolti
Handknattleiksdeild Víkings hefur ráðið þýskan þjálfara fyrir 3. flokk kvenna, Daniel Muller að nafni. Hann er 34 ára gamall og æfði og lék handbolta fram eftir aldri eða þar til hann varð að hætta vegna meiðsla.

Muller hóf að þjálfa þegar hann var 17 ára gamall og hefur þjálfað yngri flokka bæði karla og kvenna. Síðustu 6 árin hefur hann þjálfað meistarflokk kvenna og verið aðstoðarþjálfari karla hjá TVS Weibern. Kvennaliðið hefur spilað í 2. deild en karlaliðið í 4 deild.

Daniel var aðstoðarmaður Aðalsteins Eyjólfssonar, núverandi þjálfara Fylkis, þegar hann þjálfaði í Þýskalandi og kemur hann til landsins fyrir milliigöngu Aðalsteins. Daniel mun að hluta til aðstoða Aðalsteinn hjá Fylki og er því samstarfsverkefni að ræða hjá félögunum sem ætti að styrkja þau bæði. Við vonumst eftir því að koma þjálfara af þessum gæðum eigi eftir að lyfta kvennastarfinu á hærra plan og hlökkum mikið til að starfa með Daniel á komandi vetri. Við erum handvissir um að hann muni undirbúa okkar framtíðar meistaraflokksleikmenn fyrir áttök komandi ára.

Andri Núma sem þjálfaði 3 flokk kvena í fyrra hefur verið að halda stelpunum við efnið en fyrsta æfing Daniel er þann 25. ágúst. Andri mun starfa áfram við þjálfun hjá félaginu en hann verða yfirþjálfari yngstu flokkanna (6-8 flokk) og hjálpar þjálfurunum að búa til framtíðarleikmenn Víkings.
Berglind Halldórsdóttir, fyrirliði unglingaflokks, segir að það hafi auðvitað verið frábært að vinna deildarmeistaratitil í handbolta og að stelpurnar hafi unnið fyrir þessu á æfingum og leikjum í allan vetur. Því eigi þær titilinn sannarlega skilið!

 • Hver var munurinn á liðinu á þessu tímabili og því síðasta? Það sáust gríðarlegar framfarir á ykkur í vetur.
  Í fyrra vorum við náttúrulega mjög fáar á æfingum og lítið hægt að spila liðið saman. Eiginlega einu skiptin sem við náðum að spila var í leikjum. Núna náum við að spila á æfingum og erum orðnar helmingi betri í því að spila saman góðann og alvöru handbolta. Höfum bætt okkur um u.þ.b. 300 mörk í markatölu síðan í fyrra!
 • Sátt við tímabilið? hvað var best og hvað var verst?
  Ég er mjög sátt við tímabilið. Best var náttúrulega að vinna deildarbikarinn. Svo var líka gaman þegar við spiluðum vel í leikjum með alvöru baráttu, sem var auðvitað oftast;) Verst var að tapa þessum 3 leikjum sem við töpuðum.
 • Hvernig var mórallinn í liðinu í vetur?
  Mjög góður. Séstaklega núna í endann þegar við erum allar búnar að kynnast betur. Það er ekki hægt að vera í liði þar sem mórallinn er ekki góður, þá verður maður pirraður eftir æfingar og nennir þessu ekki lengur. Þetta er mjög fljölbreyttur og opinn hópur og ég held að hver sem er gæti passað þarna inn. Frábærar stelpur!
 • Er stefna sett á að halda áfram að bæta sig fyrir næsta tímabil? Á ekki að vinna fyrstu deildina næst?
  Auðvitað stefnir maður alltaf á að bæta sig. Það munaði littlu að við enduðum í 1.deild í vetur og við erum ákveðnar í því að komast í hana á næsta tímabili.
 • Hvar verður þú stödd eftir 10 ár? Húsvörður í Víkinni miðað við hvað maður eyðir miklum tíma þarna.
 • Er framtíðin björt í víkinni?
  Með hækkandi sól ætti að fara að birta til.
 • Verður þú fyririliði meistarflokks víkings í framtíðinni?
  Ég held að það sé nú ekki mitt að svara því.
 • Eitthvað að lokum?
  Það væri skemmtilegt að sjá fleirri stelpur á æfingum í handboltanum hjá Víking;)


Skrá sig á póstlista Víkings.

 header object clear2 minna