Víkingsrútan

Vinsamlegast lesið allar upplýsingar vel og vandlega.

Knattspyrnufélagið Víkingur býður iðkendum sínum uppá rútuferðir frá Krakkakoti og Sólbúum.
Rútuplanið miðar að því að börn í Hvassaleitisskóla sæki æfingar í Safamýri og börn í
Breiðagerðisskóla í Víkina. Öllum er að sjálfsögðu frjálst að sækja æfingar þar sem þeim hentar
en rútan gengur út frá þessu plani.

Víkingsrútan mun taka talsverðum breytingum þennan veturinn en þar ber helst að nefna að hún
mun ekki lengur standa iðkendum gjaldfrjálst til boða og að þeir iðkendur sem klára æfingar eftir
kl 16:00 á daginn hafa ekki tök á að taka rútu til baka. Foreldrar þurfa að sækja þau börn annað
hvort í Víkina eða Safamýrina.

Þjónustan er einingis í boði fyrir 6-9 ára börn (1-4 bekk) og á þær æfingar sem hefjast á bilinu 14:30-16:30.

Kostnaður er eftirfarandi

1 ferð í viku – 8.500 kr á önn.
2 ferðir í viku – 17.000 kr á önn.
3 ferðir í viku eða fleiri – 25.000 kr á önn.

Foreldrar sem eru með 2 eða fleiri börn í akstri fá 10% systkinaafslátt sem kemur inn á seinna barnið. Mögulegt er að dreyfa greiðslum.

Rútan keyrir á milli Safamýri og Vík með viðkomu í Hvassaleitisskóla og Breiðagerðisskóla en
akstursplan má sjá hér.

Hvernig fer skráning fram?

Nýskráning í rútuna þarf að berast í síðasta lagi fyrir klukkan 10:00 mánudaginn 26. ágúst
til þess að barnið geti byrjað að fara með rútunni í vikunni 26. til 31. ágúst.

"*" indicates required fields

Tímasetningar

Merktu við þær tímasetningar sem eiga við æfingaplan barns.
Mánudagur
Þriðjudagur
Miðvikudagur
Fimmtudagur
Föstudagur

Við skráum síðan handvirkt inn í Abler.

Sækja akstursplan (PDF)

Afskráning

Afskráningar í rútuna og breytingar þurfa að berast í tölvupósti á netfang, [email protected].

Þegar barnið hefur verið skráð þá gildir sú skráning alla önnina. Þetta á svo við um skráningar í rútuna hér eftir, skráning þarf að berast í síðasta lagi fyrir klukkan 10:00 á mánudeginum áður en ferðir eiga að hefjast. Vinsamlegast óskið ekki eftir undantekningu á þessari reglu. Þessi vinnuregla hefur verið tekin upp með öryggi barnanna að leiðarljósi.

Því miður getum við ekki tryggt starfsmann í rútuna en það er verkefni sem verið er að vinna að hörðum höndum.  Að lokum vonumst við eftir áframhaldandi góðu samstarfi og bendum ykkur á að koma með athugasemdir til Víkings ekki starfsmanna frístundaheimilis. Við erum í breytingarferli og það mun taka tíma að fínpússa allt saman.

Að lokum þá viljum við benda á að þetta er tilraunaverkefni á haustönn og Víkingur áskilur sér rétt til þess að breyta planinu eftir þörfum og það verður endurskoðað um
áramót.