Tennisdeild Víkings
Æfingar eru í Réttarholtsskóli í Reykjavík og Tennishöllin í Kópavogi.
s.820-0825
[email protected]
Markmið
Markmið okkar er að tryggja öllum vandaða kennslu í skemmtilegu umhverfi með áherslu á framfæri hvers nemenda fyrir sig. Tennisþjálfarar eru Raj K. Bonifacius, sem hefur þjálfað landsliðið í 25 ár og er með hæstu þjálfara réttindi frá Alþjóða Tennissambandsins (ITF Level 3) & Professional Tennis Registry (Professional); Rafn Kumar Bonifacius hefur tólf ára reynslu sem þjálfari með tennisþjálfara réttindi frá Tennissambandi Íslands og er núverandi Íslandsmeistari í karlaflokki
Æfingar
Æfingarnar eru haldnar á tveimur stöðum – íþróttahús Réttarholtsskóli í Reykjavík (Réttarholtsvegi 21-25, 108 Reykjavík) og Tennishöllinni í Kópavogi (Dalsmári 13, 201 Kópavogur). Tennisskólinn skaffar spaðar & bolta en það sem þarf að eiga eru innanhúss íþróttaskór og leikfimisföt. Æfingar eru opnar fyrir alla. Æfingatímar eru frá kl.16 – 20 í Íþróttahús Réttarholtsskóli í Reykjavík á Mánudögum og Fimmtudögum og frá kl.15.30 – 18.30 á Þriðjudögum, Miðvikudögum, Föstudögum og frá kl.10.30-12.30 á Sunnudögum í Kópavogi.
Kostnaður
Hægt er að velja um fjölda æfingatíma og miðast upphæð æfingagjalda við fjölda klukkutímar og innifalið er Wilson tennisspaði, Wilson tennisbol og 3 boltar.
kl./viku | Æfingagjöld 2024 |
---|---|
1 | 50.700 kr. |
1,5 | 63.700 kr |
2 | 77.700 kr. |
2,5 | 90.100 kr. |
3 | 99.900 kr. |
3,5 | 114.400 kr. |
4 | 125.200 kr. |
4,5 | 133.900 kr. |
5 | 140.400 kr. |
5,5 | 144.700 kr. |
6 | 149.000 kr. |
6,5 | 153.300 kr. |
7 | 157.600 kr. |
7,5 | 162.000 kr. |
8 | 166.300 kr. |
8,5 | 170,600 kr. |
9 | 174,900 kr. |
9,5 | 179,200 kr. |
10 | 183.600 kr. |
10,5 | 187.900 kr. |
11 | 192.200 kr. |
11,5 | 196.500 kr. |
Skráningarkerfið sem Knattspyrnufélagið Víkingur notar heitir Sportabler. Sportabler er einfalt skráningaforrit sem er auðveldar skráningar og utanumhald til muna. Með þessu skráningarformi verða skráningar markvissari, allar upplýsingar um iðkendur svo sem sími og netfang eru eins réttar og þær geta orðið. Þjálfarar geta haldið utan um mætingar iðkenda sinna, stjórnir deilda hafa betra yfirsýn, innheimta verður skilvirkari og allt utanumhald með betra móti en áður. Foreldrar eru samt beðnir um að uppfæra upplýsingar í kerfinu svo sem netföng og símanúmer kunni þau að breytast.
Til þess að gerast notandi þarf forráðamaður að nýskrá sig og fyllir hann þá út allar upplýsingar um sig en símanúmer og netföng berast okkur sem færist sjálfkrafa í gagnagrunn félagsins.
Ef nota á frístundastyrkinn þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í gegnum skráninguna https://www.sportabler.com/shop/vikingur
- Hægt er að dreifa greiðslum í allt að 4 mánuði með Visa eða Euro.
- Systkynaafsláttur eða fjölgreinaafsláttur 10% kemur inn á seinna barnið eða seinna námskeiðið.
- Umsjón með skráningu og innheimtu æfingagjalda er í höndum íþróttastjóra og unglingaráðs. Frístundarkort – upplýsingar [email protected] eða koma við á skrifstofu Víkings í Víkinni.