Skráning í sumarnámskeið Víkings fyrir sumarið 2025 opnar mánudaginn 28. Apríl klukkan 14:00 

Sumarnámskeið Víkings verða starfrækt bæði í Víkinni og í Safamýri. Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 6-9 ára (f. 2018-2015) fjöldatakmörkun fyrir hvert námskeið er 80 manns. Húsið opnar 8:45 og lokar 16:15.

Hvert námskeið er vika í senn og hægt er að velja um að vera fyrir hádegi, allan daginn eða eftir hádegi. ATH að matur í hádeginu er ekki innifalin ef bara er skráð eftir hádegi. 

Fyrirkomulagið er þannig að fyrir hádegi er hópnum skipt í tvennt og skiptast hóparnir á að fara í fótbolta og handbolta. Eftir hádegi er síðan boðið uppá fjölbreytta dagskrá í nærumhverfi Víkings í Fossvoginum og í Safamýri.  

ATH æfingar í 7-6 flokki karla og kvenna mun hafa áhrifa á dagskránna eftir hádegi í Víkinni. 

Æfingatímarnir eru eftirfarandi: 

7 fl karla og kvenna: kl 12:30-13:30 á mánudaga – fimmtudag í Víkinni og 16:30-17:30 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í Safamýri. 

6 fl karla og kvenna: kl 13:30-14:30 mánudaga – fimmtudaga í Víkinni og 16:30-17:30 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í Safamýri. 

Skráning á sumarnámskeið

Tímabil

Hvert námskeið er vika í senn og eru námskeiðin eftirfarandi: 

Vika 1: 10-13 júní (4 dagar) 

Vika 2: 16-20 júní (4 dagar) 

Vika 3: 23-27. Júní 

Vika 4: 30. júní-4 júlí 

Vika 5: 7-11 júlí 

Verð

Fyrir hádegi 9:00 – 12:30  10.000 (Matur innifalinn) Með viðbótinni eftir hádegi 16.500

Eftir hádegi frá 12:30 – 16:00 5.000 (Ekki með mat) 

Skráning

Skráning í sumarnámskeið Víkings

Mikilvægt að skrá sig í rétt námskeið við skráningar þar sem skráð er sér á námskeiðið í Víkinni og í Safamýrinni.
Allar upplýsingar fyrir sumarnámskeiðin berast í gegnum Abler, mikilvægt er að foreldrar sæki sér Abler appið við skráningu.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á [email protected]

Skráning í sumarnámskeið Víkings fyrir sumarið 2025 opnar mánudaginn 28. Apríl klukkan 14:00 

Skráning á sumarnámskeið